Í 3 ár hefur Þekkingarsetur Vestmannaeyja staðið fyrir mánaðarlegum erindum um sjávarútveg. Síðustu mánuði hafa erindin farið fram á Zoom. Erindin er öllum opið og allir geta tekið þátt. Verið er að höfða til fjölbreytts hóps sem tengist sjávarútveginum
Fimmtudaginn, 25. febrúar kl. 12:00 verður haldið erindi sem ber heitið Áskoranir og árangur Íslendinga á frekari vinnsla og fullvinnsla sjávarafurða til útflutnings frá Íslandi.
Aðalframsögumaður verður Jónas Rúnar Viðarsson, sviðsstjóri verðmætasköpunar hjá Matís. Aukin vinnsla sjávarafurða á Íslandi hefur lengi verið umtalsefni þegar rætt er um framþróun í íslenskum sjávarútvegi. Hugmyndir að töfralausnum hafa oft falist í að vinna hráefnið bara meira á Íslandi – án þess að það sé oftast skýrt frekar eða útfært nánar. En, hvernig hefur Íslendingum tekist til að auka virði sjávarafurða frá Íslandi með frekari vinnslu eða fullvinnslu? Íslensk fyrirtæki hafa gert ýmsar tilraunir á þessum vettvangi með misjöfnum árangri. Íslendingar standa á mörgum sviðum sjávarútvegs mjög framarlega, þar sem þekking, tækni og innviðir eru á heimsmælikvarða. En, hvers vegna hefur frekari vinnslu og fullvinnsla sjávarafurða á Íslandi ekki blómstrað jafn vel og margir aðrir þættir sjávarútvegsins þrátt fyrir mikla þekkingu, tækni og sterka innviði?
Verðmætasköpun er Jónasi hugleikinn enda stýrir hann því sviði innan Matís. Jónas mun í erindi sínu velta upp ýmsum þáttum sem hafa áhrif á árangur frekari vinnslu eða fullvinnslu sjávarafurða á Íslandi. Hann mun reyna að greina hvaða þættir það eru sem eru að hafa mest áhrif, hvar liggja styrkleikarnir og veikleikarnir. Hann mun fjalla um tvö aðskilin efni í sinni framsögu. Í fyrri hlutanum mun hann fjalla um þróun í fiskvinnslu hér á landi og leitast þá við að svara þeirri spurningu hvort íslensk fyrirtæki geti nálgast neytendur í meira mæli en hingað til, eða hvort við séum dæmd til að vera fyrst og fremst hráefnisframleiðendur fyrir erlenda aðila. Í seinni hlutanum mun hann fjalla um nokkur vel valin sjávarútvegstengd rannsóknar- og nýsköpunarverkefni sem Matís hefur komið að, tengd frekari vinnslu eða fullvinnslu. Þá bæði verkefni sem hafa skilað góðum árangri, sem og nokkur sem hafa ekki skilað því sem að var stefnt; en það er mikilvægt að læra bæði af því sem vel hefur tekist, sem og því sem hefur klikkað.
Það er því fróðlegt og áhugavert erindi í vændum sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.
Gestir erindisins eru hvattir til að spyrja spurninga meðan á erindinu stendur – enda er það eitt af markmiðum erindanna.
Þeir sem vilja fá tilkynningar um erindin, s.s. áminningar og samantektir geta sent tölvupóst á mig á hrafn@setur.is og mun ég þá bæta viðkomandi á póstlista
Ef þið vitið um áhugasama aðila um málefnið þá er kærkomið að koma þessum skilaboðum til viðkomandi
Erindið verður á Zoom-tenglinum: https://us02web.zoom.us/j/84954801641?pwd=OTM5MTcwOW5Ka1U2bkIyZGJaQk12Zz09
Tími: Fimmtudagurinn 25. febrúar, kl. 12:00. Þátttakendur geta tengst frá kl. 11.45. Erindinu mun ljúka stundvíslega kl. 13:00
Sjáumst á ZOOM