Miðvikudaginn, 24. mars kl. 12:00 verður haldið erindi sem ber heitið Hvernig lítur nútíma fiskvinnsla út og hvernig gæti fiskvinnsla framtíðarinnar litið út?
Aðalframsögumaður verður Helgi Hjálmarsson, stofnandi og framkvæmdastjóri tæknifyrirtækisins Völku. Í erindi sínu mun Helgi leiða okkur í gegnum vinnsluferil nýrrar og glæsilegrar fiskvinnslu Samherja á Dalvík sem Valka tók þrátt í að þróa og framleiða, lýsa þróunarferlinu og segja okkur frá helstu nýjungum í vinnslunni og virkni þeirra. Helgi mun fara yfir helstu málefni sem snúa að nýsköpun og vöruþróun innan Völku og hvert fyrirtækið er að stefna á þeim vettvangi. Hann mun einnig draga upp mynd af fiskvinnslu framtíðarinnar, hvernig þróun fiskvinnslu getur orðið á komandi árum og hver helstu viðfangsefnin eru til aukinnar verðmætasköpunar.
Þetta er einstakt tækifæri til að fá innsýn inn í það nýjasta sem er að gerast í fiskvinnslu og sjávartengdum iðnaði – það ætti því enginn að láta þetta tækifæri fram hjá sér fara.
Gestir erindisins eru hvattir til að spyrja spurninga meðan á erindinu stendur – enda er það eitt af markmiðum erindanna.
Þeir sem vilja fá tilkynningar um erindin, s.s. áminningar og samantektir geta sent tölvupóst á mig á hrafn@setur.is og mun ég þá bæta viðkomandi á póstlista
Erindið verður á Zoom-tenglinum: https://us02web.zoom.us/j/86167601233?pwd=bW1IckpvWjU5U3hyUUpKKzlzKzJ5QT09
Tími: Miðvikudagurinn 24. mars, kl. 12:00. Þátttakendur geta tengst frá kl. 11.45. Erindinu mun ljúka stundvíslega kl. 13:00
Sjáumst á ZOOM