Í rúm 3 ár hefur Þekkingarsetur Vestmannaeyja staðið fyrir mánaðarlegum erindum um sjávarútveg sjá hér. Síðustu mánuði hafa erindin farið fram á Zoom. Erindin eru öllum opin og allir geta tekið þátt. Verið er að höfða til fjölbreytts hóps sem tengist sjávarútveginum.
Miðvikudaginn, 26. maí kl. 12:00 verður haldið spennandi erindi sem ber heitið Fullvinnsla íslensks sjávarfangs í neytendapakkningar – tækifæri eða feigðarflan?
Aðalframsögumaður verður Elías Guðmundsson, framkvæmdastjóri Fisherman. Saga Fisherman er mögnuð og áhugavert að sjá hvernig starfsemi lítils gistihúss á Suðureyri við Súgandafjörð á Vestfjörðum hefur þróast yfir í stórt og öflugt nýsköpunar- og vöruþróunarfyrirtæki á sjávarafurðum – ásamt tengdri starfsemi.
Fisherman, sem leitt er af Elíasi og stutt er af alþjóðlegum fjárfestum er að gera marga mjög áhugaverða og spennandi hluti sem Elías ætlar að fara yfir í erindi sínu. Á ýmsu hefur gengið í fullvinnslu matvæla í neytendapakkningar til útflutnings frá Íslandi. Nálgun og áform Fisherman eru á margan hátt nýstárleg sem áhugavert verður að heyra um. Fyrirtækið hefur sterka tengingu við landsbyggðina og sjávarútveginn, sem byggð er á langri sögu. Fisherman hefur stækkað mjög á síðustu árum með uppkaupum á fyrirtækjum í sjávarútvegi til að styðja við frekari vöxt Fisherman inn í framtíðina. Elías ætlar m.a. að fara yfir sýna sýn á markaðinn, nýsköpun og hvernig hann sér þróun fullvinnslu á Íslandi á komandi árum, svo fátt eitt sé nefnt.
Það stefnir því í gríðarlega spennandi og skemmtilegt erindi sem engin ætti að láta fram hjá sér fara
Gestir erindisins eru hvattir til að spyrja spurninga meðan á erindinu stendur – enda er það eitt af markmiðum erindanna.
Þeir sem vilja fá tilkynningar um erindin, s.s. áminningar og samantektir geta sent tölvupóst á mig á hrafn@setur.is og mun ég þá bæta viðkomandi á póstlista
Ef þið vitið um áhugasama aðila um málefnið þá er kærkomið að koma þessum skilaboðum til viðkomandi
Erindið verður á Zoom-tenglinum: https://us02web.zoom.us/j/84511449104?pwd=UVNwK1I2dGtidm5ybG1qZzdvSjBjQT09
Tími: Miðvikudagurinn 26. maí, kl. 12:00. Þátttakendur geta tengst frá kl. 11.45. Erindinu mun ljúka stundvíslega kl. 13:00
Sjáumst á ZOOM