Í 3 ár hefur Þekkingarsetur Vestmannaeyja staðið fyrir mánaðarlegum erindum um sjávarútveg, þar sem tæplega 130 aðilum sem tengjast sjávarútvegi í Eyjum er boðin þátttaka. Í ljósi C19 þá höfum við fært okkur yfir á ZOOM í staðinn fyrir að hittast í Þekkingarsetrinu og opna þannig vettvanginn fyrir fleiri áhugasömum aðilum í sjávarútvegi. Erindið er öllum opið og allir geta tekið þátt. Verið er að höfða til fjölbreytts hóps sem tengist sjávarútveginum
Eftir viku – þriðjudaginn, 19. janúar kl. 12:00 verður haldið erindi sem ber heitið Rannís styrkir og skattafrádráttur rannsókna- og þróunarverkefna – sérstök áhersla á sjávarútveg
Aðalframsögumaður verður Kolbrún Bjargmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannís. Kolbrún mun fara yfir árangurshlutfall sjávarútvegsins hjá Rannís og ýmsa tölfræði því tengdu s.s. fjárhæðir. Hún mun fara yfir þá Rannís styrki sem sjávarútvegurinn getur nýtt sér, fara yfir upphæðir, áherslur og hvernig sé best í að snúa sér í sækja um styrkina. Kolbrún mun leggja sérstaka áherslu á umfjöllun um skattafrádrátt rannsókna- og þróunarverkefna. Þarna eru gríðarleg tækifæri fyrir sjávarútveginn.
Í menginu sjávarútvegur í þessu erindi verður reynt að fjalla um málið með eftirfarandi víddum:
- Fiskveiðar og atvinnugreinar þeim tengdum
- Matvælavinnsla á sjávarafurðum
- Sjávartengd líftækni
- Sjávartengdur iðnaður s.s. búnaður og tækni – Vöruþróun og varðveisla matvæla
- Markaðssetning og sala
Á eftir erindi Kolbrúnar þá munu Sindri Sigurðsson, Verkefna- og þróunarstjóri hjá Síldarvinnslunni og Guðmundur H. Gunnarsson, Nýsköpunarstjóri hjá Skinney-Þinganes lýsa því hvernig málefnið lítur út frá sjónarhóli aðila í atvinnulífinu
Það er því fróðlegt og áhugavert erindi í vændum sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.
Gestir erindisins eru hvattir til að spyrja spurninga meðan á erindinu stendur – enda er það eitt af markmiðum erindanna.
Þeir sem vilja fá tilkynningar um erindin, s.s. áminningar og samantektir geta sent tölvupóst á mig á hrafn@setur.is og mun ég þá bæta viðkomandi á póstlista
Ef þið vitið um áhugasama aðila um málefnið þá er kærkomið að koma þessum skilaboðum til viðkomandi
Erindið verður á Zoom-tenglinum https://us02web.zoom.us/j/89790609670?pwd=TGhsS0JGWFM2YmVLcVpKaW1sdlIzQT09
Tími: Þriðjudagurinn 19. janúar, kl. 12:00. Þátttakendur geta tengst frá kl. 11.45. Erindinu mun ljúka stundvíslega kl. 13:00
Sjáumst á ZOOM
Myndina tók Hólmgeir Austfjörð