Í tæp 3 ár hefur Þekkingarsetur Vestmannaeyja staðið fyrir mánaðarlegum erindum um sjávarútveg, þar sem tæplega 130 aðilum sem tengjast sjávarútvegi í Eyjum er boðin þátttaka. Í ljósi C19 þá ætlum að nota ZOOM fjarfundaforritið í annað skiptið til að eiga samskipti í staðinn fyrir að hittast í Þekkingarsetrinu. Í síðasta mánuði prófuðum við Zoom og gekk það vel og fylgdust margir með utan Vestmannaeyja. Erindið er öllum opið. Við ætlum að hafa smá nýbreytni og hafa sjónarhornið tvíþætt í þessu erindi.
Næsta fimmtudag, 19. nóvember kl. 12:00 verður haldið erindi sem ber heitið Vottanir í sjávarútvegi.
Aðalframsögumaður verður Gísli Gíslason svæðisstjóri MSC í Norður Atlantshafi. Gísli fjallar um sjálfbærnivottanir og dregur upp yfirlit yfir tengingu vottana við: fiskistofna, afurðir og markaði. Hann fjallar einnig um áhrif vottana og afturkallanir á þeim, s.s. á ýmissa mikilvæga stofna eins og makríl, kolmunna og NÍ síld. Gísli dregur upp hagræna þætti málsins, þ.e. hver möguleg áhrif geta verið í „krónum og aurum“. Hann svarar því hvort að vottanir séu að hafa þau áhrif sem til þeirra er ætlast s.s. varðandi sjálfbærni, áhrif á verðmyndun sjávarafurða og aðgang að mörkuðum? Er ábatinn af vottun meiri heldur en kostnaðurinn við vottunina? Og að lokum að stöðu Íslands í MSC vottunum.
Á eftir erindi Gísla þá mun Óskar Sigmundsson, framkvæmdastjóri Marós í Þýskalandi fjalla hvaða áhrif vottanir eru að hafa á mörkuðum – s.s. austur og vestur Evrópa. Óskar ætlar að veita innsýn inn í sjónarhorn neytenda á evrópskum mörkuðum. Hafa þessir aðilar áhuga á vottunum og skipta þær máli? Mun vægi vottana aukast í framtíðinni? Eru neytendur eða kaupendur tilbúnir að greiða hærra verð fyrir vottaðar afurðir?
Það er því fróðlegt og áhugavert erindi í vændum á fimmtudag sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.
Gestir erindisins eru hvattir til að spyrja Gísla og Óskar spurninga að erindi loknu – enda er það eitt af markmiðum erindanna.
Þeir sem vilja fá tilkynningar um erindin, s.s. áminningar og samantektir geta sent tölvupóst á mig á hrafn@setur.is og mun ég þá bæta viðkomandi á póstlista
Ef þið vitið um áhugasama aðila um málefnið þá er kærkomið að koma þessum skilaboðum til viðkomandi
Erindið verður á Zoom-tenglinum: https://us02web.zoom.us/j/84051750224?pwd=dlBMY0JIdXJZcmY3YlJWamRuS01Idz09
Tími: Fimmtudagurinn 19. nóvember, kl. 12:00. Þátttakendur geta tengst frá kl. 11.45. Erindinu mun ljúka stundvíslega kl. 13:00
Sjáumst á ZOOM