Hvað er Sjöunda rannsóknaráætlun ESB? Umsóknarferlið og hugmyndavinnan.
Þann 8. janúar 2009 mun Þekkingarsetur Vestmannaeyja í samstarfi við Atvinnuþróunarfélag Suðurlands og Nýsköpunarmiðstöð Íslands standa fyrir námskeiði um umsóknarferli Sjöundu Rannsóknaáætlunar ESB. Kennari verður Dr. Sigurður G. Bogason en hann þekkir vel til atvinnulífsins í Vestmannaeyjum og starfar sem framkvæmdastjóri hjá MarkMar ehf. sem er rannsóknafyrirtæki sem veitir þjónustu við gerð umsókna.
Efni námskeiðsins:
* Hvað er Sjöunda rannsóknaáætlun ESB?
* Umsóknarferlið og hugmyndavinnan.
* Val samstarfsaðila og fjárhagur verkefna.
* Ritun og frágangur umsókna .
* Rafræn skil á umsókna – EPSS.
* Samningaferlið og ræsing verkefnis.
* Rekstur verkefnis.
Námskeiðið fer fram milli kl. 10:00 – 15:00 hjá Þekkngarsetri Vestmannaeyja, Strandvegi 50, 3ju hæð. Þátttakendur skulu senda skráningu á netfangið pmj@eyjar.is fyrir kl. 16.00 þriðjudaginn 6. janúar. Námskeiðsgjald er kr. 12.500 og innifalin eru námskeiðsgögn og kaffiveitingar og hádegissnarl. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður.