Athygli er vakin á því að hjá Umhverfisstofnun er laust til umsóknar starf sérfræðings í verndun hafgæða á deild umhverfisverndar. Hjá stofnuninni ríkir faglegur metnaður og þverfaglegt samstarf er haft að leiðarljósi.
Megin verkefni sérfræðingsins snúa að varðveislu gæða hafrýmisins umhverfis Ísland, m.a. varðandi mengun hafs og stranda, umhverfismálum skipa, margvíslegri gagnaöflun, leyfisveitingum, umsögnum og fræðslu.
Gerð er krafa um háskólapróf á sviði náttúruvísinda, framhaldsmenntun og/eða reynslu af sambærilegri stjórnsýslu svo og mjög góða íslenskukunnáttu.
Föst starfsaðstaða starfsmannsins getur verið í Reykjavík, Hellissandi, Ísafirði, Akureyri, Mývatni, Egilsstöðum eða Vestmannaeyjum, allt eftir búsetu umsækjanda. Gert er ráð fyrir að gagnkvæmur reynslutími sé sex mánuðir við ráðningu.
Nánari upplýsingar er að finna:
á Starfatorgi: http://www.starfatorg.is/serfraedistorf/nr/13937
og Umhverfisstofnun á www.umhverfisstofnun.is.