Starfsmaður Þekkingarsetursins, Georg Skæringsson, útskrifaðist á dögunum frá Framhaldsskóla Vestmannaeyja sem Vélstjóri með 2000 hestafla réttindi eða B-stig.
Alls útskrifuðust 19 nemendur þennan sama dag, fjórtán stúdentar, þrír vélstjórar einn af starfsbraut og einn sem húsasmiður.
Georg Skæringsson ný útskrifaður vélstjóri sagði í blokkfærslu á fésbókinni að nú ætlaði hann að fjárfesta í kraftmiklum kakka enda kominn með réttindin til að fikta í vélinni. Spurning hvort að það verði nýji útfararbíllinn í Eyjum en eins og flestir vita þá rekur georg einnig útfararþjónustu í Vestmannaeyjum?
Starfsmenn þekkingarsetursins óska Georgi til hamingju með áfangann.
Myndin hér að neðan er af útskriftarnemum. Myndin birtist í Fréttum 26. maí en hringur hefur verið settur utan um okkar mann.