Í byrjun janúar færði Þekkingarsetur Vestmannaeyja og samstarfaðilar sig um set og fluttu í stórglæsilegt húsnæði á Ægisgötu 2.
Hönnun og framkvæmdir á nýja staðnum hófust árið 2016 en það var svo þann 26. janúar s.l. sem formleg opnun fór fram.
Fjöldi gesta var við opnunina og þökkum við þeim fyrir að koma og gleðjast með okkur, jafnframt þökkum við fyrir allar þær gjafir sem bárust Þekkingarsetrinu á þessum tímamótum.
Laugardaginn 27. janúar var síðan opið hús hjá okkur þar sem bæjarbúum gafst kostur á því að skoða nýja húsnæðið. Gaman var að sjá hvað margir komu að heimsækja okkur þennan dag og þökkum við þeim fyrir það. Skemmtilegt er líka að segja frá því að margir gamlir starfsmenn Fiskiðjunnar lögðu leið sína til okkar þennan laugardag til sjá þær miklu breytingar sem hafa orðið á þeirra gamla vinnustað.
Gamla Fiskiðjan hefur fengið nýtt hlutverk með fjölbreyttri starfsemi Þekkingarseturs Vestmanneyja.