Starfsemi stofnanna og fyrirtækja innan Þekkingarseturs Vestmannaeyja er fjölþætt og kemur víða við sögu, t.a.m. í atvinnulífi, ferðamálum, menningarstarfsemi og menntun.
Verkefni á vegum stofnanna eru ýmist verkefni sem eru unnin í breiðu samstarfi innan Þekkingarsetursins og/eða verkefni unnin í samstarfi við atvinnulífið í Vestmannaeyjum.
Fjármögnun verkefna er yfirleitt í gegnum hina ýmsu samkeppnissjóði eða tilfallandi sjóði á vegum hins opinbera. Fyrirtæki og stofnanir leggja jafnframt til vinnu eða mótframlag til verkefnanna.
Í auknu mæli hefur Þekkingarsetrið gert þjónustusamninga sem hafa styrkt starfsemi Þekkingarsetursins, þar má nefna samning yfirgripsmikinn við Samtök Sunnlenskra Sveitafélaga (SASS) um atvinnuráðgjöf og samning við Nýsköpunarmiðstöð Íslands um rekstur Fab-Lab smiðju í Vestmannaeyjum