Ráðstefnan ,,Þátttaka atvinnulífsins í rannsóknum og nýsköpun í sjávarútvegi“ var haldin síðastliðinn föstudag og þótti takast mjög vel.
Markmiðið var að leiða saman fulltrúa atvinnulífsins og fulltrúa rannsókna- og eftirlitsstofnanna í þeim tilgangi að ræða möguleika til frekara samstarfs milli þessara aðila. Samstarfs sem getur leitt til markvissari vinnubragða, við rannsóknir, við eftirlit, við stjórnun veiða og ekki síst við veiðar og vinnslu.
Elliði Vignisson bæjarstjóri flutti setningarræðu ráðstefnunnar og kom hann víða við í ræðu sinni. Alls voru tólf frummælendur með erindi á ráðstefnunni og var þeim skipt upp með fjögur megin viðfangsefni:
1. Samstarf um uppsjávarveiðar Miðlun þekkingar Mismunandi fiskifræði
2. Samstarf í rannsóknum. Hagnýting skipastóls og vinnsluhúsa til rannsókna
3. Fjármögnun verkefna
4. Samstarfsfletir atvinnulífs og grunnrannsóknaaðila.
2. Samstarf í rannsóknum. Hagnýting skipastóls og vinnsluhúsa til rannsókna
3. Fjármögnun verkefna
4. Samstarfsfletir atvinnulífs og grunnrannsóknaaðila.
Erindin ásamt myndum og nánari upplýsingum um ráðstefnuna má finna á heimasíður ráðstefnunnar: www.setur.is/radstefnur . Niðurstöður og samantekt verða birta í ráðstefnuriti á vefnum.