- This event has passed.
Klappir, grænar lausnir
28. nóvember, 2019 kl.12:00 - 13:00
Þekkingarsetur Vestmannaeyja stendur fyrir mánaðarlegri fundarröð um sjávarútveg þar sem rúmlega 100 aðilum sem tengjast sjávarútvegi í Eyjum er boðin þátttaka.
Umræða um umhverfismál á heimsvísu eykst stöðugt. Ísland er þar engin undantekning. Umræðan er farin að hafa mikil áhrif á fyrirtæki, starfsfólk, markaði og neytendur. Eru umhverfismál bras og kostnaður fyrir fyrirtæki í sjávarútvegi eða eru þetta tækifæri til aðgreiningar, verðmætasköpunar og sparnaður? Geta sjávarútvegsfyrirtæki skotið sér undan umræðunni eða skiptir máli að fara í markvissa vinnu? Hvaða máli skipta umhverfismál fyrir fyrirtæki í sjávarútvegi og tengdum greinum? Eru þarna ónýtt tækifæri fyrir aðila í Eyjum?