Erindi – 17. maí 2018
Þekkingarsetur Vestmannaeyja stendur fyrir mánaðarlegri fundarröð um sjávarútveg þar sem rúmlega 100 aðilum sem tengjast sjávarútvegi í Eyjum er boðin þátttaka. Erindið er það fjórða í röðinni á þessu ári. Yfirskrift erindisins var: Virðisaukandi framleiðsla sjávarafurða, útflutningur og markaðsstarf
Eyjamennirnir Jóhannes Egilsson útflutningsstjóri matvælaframleiðandans ORA og Jón Viðar Stefánsson framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs ÍSAM voru framsögumenn á hádegis sjávarútvegserindi sem haldið var í Þekkingarsetri Vestmannaeyja fimmtudaginn 17. maí. Sem fyrr var mjög góð mæting, en á fimmta tug manns komu og hlýddu á erindi þeirra félaga. Stöðugt fjölgar þátttakendum sem mæta og áhugasamir aðilar hafa aðgang að efni erindanna á netinu.
Efnistök erindanna voru fjölbreitt. Jón Viðar fór m.a. yfir starfsemi ÍSAM og íslenskan matvælamarkað og Jóhannes fjallaði m.a. um framleiðslu ORA, þá sérstaklega um nýja sjávarafurðavörulínu félagsins Iceland‘s finest sem hlotið hefur mikið lof.
Gestir erindisins voru duglegir að spyrja spurninga um efnið og deila skoðunum sínum á málefnunum.
Á fundinum bauð ISAM upp á humarsúpu frá ORA auk kavíarforrétts úr Iceland‘s finest vörulínunni.
Þekkingarsetrið þakkar Jóhannesi og Jóni Viðari fyrir áhugaverð erindi.
Glærukynning og myndband er aðgengileg hér að neðan
Næsta sjávarútvegserindi er fyrirhugað í Þekkingarsetrinu í september 2018