Virkjum tækifærin í ferðaþjónustu
Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans verður með erindi á hádegisfundi miðvikudaginn 24.apríl næstkomandi í Þekkingarsetri Vestmannaeyja. Ferðaklasinn er vettvangur ólíkra fyrirtækja, stofnanna og opinberra aðila sem saman hafa það markmið að efla og styrkja ferðaþjónustu til framtíðar. Helsta hlutverk klasans er að efla samkeppnishæfni og auka verðmætasköpun í ferðaþjónustu.
Húsið opnar kl. 11:45 og fundurinn hefst klukkan 12:00
Að erindi loknu gefst fundargestum tækifæri til að spyrja spurninga og ræða saman um m.a. nýsköpun í ferðaþjónustu.