Skráning er hafin á ferðasýninguna World Travel Market 2018. World Travel Market er haldin árlega og er á meðal stærstu ferðasýninga í heimi. Á sýningunni býðst fyrirtækjum í ferðaþjónustu gott tækifæri til að kynna sig og koma á viðskiptasamböndum en hún er einungis ætluð fagfólki í ferðaþjónustu (B2B).
Sýningin fer fram í ExCel sýningarhöllinni í London líkt og undanfarin ár og stendur yfir dagana 5.- 7. nóvember. Opnunartími sýningarinnar er frá 10-18 alla þrjá dagana.
Íslandsstofa sér um að skipuleggja þjóðarbás og mun bjóða upp á fundaraðstöðu þar. Pláss er takmarkað á básnum og eru áhugasamir því hvattir til að skrá sig hið fyrsta.
Áhugasamir eru beðnir um að fylla út meðfylgjandi skráningarform fyrir 3. júlí nk. en þar er að finna upplýsingar um þátttökukostnað. Vinsamlega kynnið ykkur einnig reglur varðandi þátttöku á þjóðarbás Íslandsstofu.
Nánari upplýsingar veitir María Björk Gunnarsdóttir, maria@islandsstofa.is